Verðmæti afla í september 2014 var 18,1% lægra en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Á tólf mánaða tímabili frá október 2013 til september 2014 hefur aflaverðmæti dregist saman um 12,5% miðað við sama tímabil ári fyrr.

Aflaverðmæti flestra tegunda hefur dregist saman á þessu tímabili, en þó hefur aflaverðmæti þorsks aukist um rúm 10% og makríls um tæp 17%.