Í apríl var aflaverðmæti íslenskra skipa um 15,1% lægra en í apríl 2013. Mikil minnkun í botnfiskveiði, og sérstaklega Ýsu, hefur þar mest að segja, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Einnig veiddist mun minna af skelfiski en í sama mánuði í fyrra. Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa í apríl á þessu ári nam 10,5 milljörðum króna, samanborið við 12,4 milljarða í fyrra.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá maí 2013 til april 2014 dróst saman um 12,4%, miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti botnfiskafla dróst saman um 2,7% milli tímabilanna.