Íslenski fiskiskipaflotinn veiddi fisk fyrir 117,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 5,7% samdráttur frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 123 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Fram kemur á vef Hagstofunnar að aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 67 milljörðum króna og var það 6,2 milljörðum minna en á sama tíma í fyrra. Þá nam verðmæti uppsjávarafla rúmum 38,2 milljörðum króna í janúar og fram til september sem er um 0,4% aukning á milli ára.