*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. október 2014 09:18

Aflaverðmæti dróst saman um 13,1%

Aflaverðmæti íslenskra skipa frá ágúst 2013 til júlí 2014 dróst saman um 11,2% miðað við sama tímabil ári fyrr.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Aflaverðmæti íslenskra skipa í júlí var 13,1% minna en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aflaverðmæti dróst saman í öllum aflaflokkum nema þorski og skelfiski. Samdráttur var mestur í verðmæti uppsjávarafla eða um 16,2% og í flatfiskafla um 54,1%.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá ágúst 2013 til júlí 2014 dróst saman um 11,2% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur var í flestum aflategundum en þó jókst aflaverðmæti makríls um 97,8% á tímabilinu auk þess sem aukning varð í aflaverðmæti þorsks, ýsu og humars.