*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 14. ágúst 2018 09:31

Aflaverðmæti dróst saman um 17,3%

Árið 2017 var afli íslenskra skipa tæplega 1.177 þúsund tonn, 109 þúsund tonnum meiri en árið 2016.

Ritstjórn
Ýsa í kari á bryggju.
Aðsend mynd

Árið 2017 var afli íslenskra skipa tæplega 1.177 þúsund tonn, 109 þúsund tonnum meiri en árið 2016. Aflaverðmæti fyrstu sölu var um 110 milljarðar króna og dróst saman um 17,3% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Alls veiddust tæplega 426 þúsund tonn af botnfiski árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum minna en árið 2016. Aflaverðmæti botnfiskafla nam rúmum 76 milljörðum króna árið 2017 og dróst saman um 17,7% frá fyrra ári.

Líkt og fyrri ár veiddist mest magn af uppsjávartegundum, en af þeim veiddust rúmlega 718 þúsund tonn árið 2017 sem er aukning um 143 þúsund tonn miðað við árið 2016. 

Verðmæti flatfiskafurða nam tæpum 7,5 milljarði króna og dróst saman um 17,3% miðað við 2016. Af skel- og krabbadýrum veiddust 10,6 þúsund tonn sem er 15,5% samdráttur frá árinu 2016. 

Stikkorð: Hagstofa Íslands
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is