Verðmæti afla í nóvember 2014 var um 2,7% minna en í sama mánuði árið 2013, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands . Aflaverðmæti botnfisks jókst um 2,4% en samdráttur varð í verðmæti annarra aflategunda.

Á 12 mánaða tímabili, desember 2013 til nóvember 2014, hefur aflaverðmæti dregist saman um 12,4% miðað við sama tímabil árið áður. Aðeins þorskur, makríll og humar jukust að verðmætum en aðrar tegundir gáfu af sér minni verðmæti á tímabilinu.

Í nóvember dróst aflaverðmæti sjófrystingar saman um rúm 5% á meðan verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands stóð í stað.