Í september 2016 var aflaverðmæti íslenskra skipa tæplega 12,2 milljarðar sem er samdráttur um 1,9% samanborið við september 2015. Á 12 mánaða tímabili frá október 2015 til september 2016 var aflaverðmæti 137,6 milljarðar króna sem er 10% samandráttur, ef tekið er mið af sama tímabili ári áður. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar .

Verðmæti botnfiskafla nam tæpum 6,9 milljörðum og dróst saman um tæp 20% frá fyrra. Verðmæti þorsksins nam tæpum 4,5 milljörðum af því í september sem er tæpum 1,1 milljarði minna en í september 2015.

Verðmæti uppsjávarafla jókst á milli ára, nam tæpum 4,5 milljörðum sem er 52,6% aukning frá því í september 2015. Þar munar mestu um makrílafla.