Heildarafli íslenskra skipa metinn á föstu verði var 5,3% minni í ágúst síðastliðnum en fyrir ári. Það sem af er ári hefur verðmæti aflans dregist saman um 0,3% frá í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Aflinn nam alls 97.874 tonnum í ágúst í ár miðað við 100.411 tonn í ágúst í fyrra. Þetta er 2,5% minni afli í magni en í fyrra.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að botnfiskafli nam rúmum 16.500 tonnum í ágúst og afli uppsjávartegunda rúmum 80.000 tonnum. Afli uppsjávartegunda jókst um 3.400 tonn á milli ára í ágúst og má skrifa 2.300 tonn á meiri síldarafla og aukningu í makríl. Þá jókst veiði á kolmunna líka á milli ára.