Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 11,7% í júní frá sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar .

Aukin veiði var í botnfiski og jókst verðmæti uppsjávarafla verulega frá fyrra ári. Heildarverðmæti skelfisksafla var lægra en í júní í fyrra, en þar vegur rækjuafli mest.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá júlí 2013 til júní 2014 dróst hins vegar saman um 10,7% miðað við sama tímabil ári áður.