Verðmæti fiskafla í janúar var 21,3% hærra en í janúar 2014. Vegur þar þyngst aukið verðmæti uppsjávarafla sem nam tæpum 2,5 milljörðum króna samanborið við um 900 milljónum í janúar 2014. Aflaverðmæti botnfisks jókst einnig á milli ára um rúm 4%. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu Íslands .

Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2014 – janúar 2015 dróst saman um 8,5% miðað við sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur aflaverðmæti flestra tegunda dregist saman en þó varð aukning í verðmæti þorskafla um rúm 10%.