Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 25,5% á milli ára en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2012 var aflaverðmæti 58,5 milljarðar króna. Aflaverðmæti botnfisks var stærsti hluturinn og nam 36,6 milljarðar en verðmæti þorskafla um 19,8 milljarðar. Aflaverðmæti ýsu nam 5,6 milljörðum og verðmæti karfa 6 milljarðar. Að lokum var verðmæti ufsaaflans 2,4 milljarðar króna.

Aukning var á verðmæti allra tegunda en mest þó á verðmæti karfaaflans, 46,1%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.