Íslenski fiskiskipaflotinn veiddi afla fyrir 160,4 milljarða króna í fyrra. Þetta er 6,6 milljörðum meira en árið 2011, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Aflaverðmæti botnfisks var 96,5 milljarðar sem er 0,7% aukning á milli ára en verðmæti uppsjávarafla nam um 46,7 milljörðum króna í fyrra. Það er 8,1% meira en árið 2011.

Þá kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar að verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 74,7 milljörðum króna í fyrra. Það er 16% meira en árið 2011.