Í október á síðasta ári nam aflaverðmæti úr sjó 12,1 milljarði króna, en það er tæplega 2% samdráttur við október 2018. Botnfiskaflinn jókst hins vegar um 2,9%, í rúma 9 milljarða, þar af var þorskur að verðmæti 5,9 milljarðar, en verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 11,3%, niður í rúmlega 2,2 milljarða króna.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam tæpum 7 milljörðum króna í október. Verðmæti sjófrysts afla var tæpir 2,9 milljarðar króna og verðmæti afla sem seldur var á markaði var um 1,7 milljarðar.

Á 12 mánaða tímabili, frá nóvember 2018 til október 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 144 milljörðum króna, sem er 14,2% aukning miðað við sama tímabil ári áður að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands .