*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 3. júní 2020 09:17

Aflaverðmæti var 34 milljarðar

Heildarafli íslenskra skipa var rúm 178 þúsund tonn á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er 25% minni afli en á sama tímabili árið 2019.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heildarafli íslenskra skipa var rúm 178 þúsund tonn á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er 25% minni afli en á sama tímabili árið 2019. Aflasamdráttur varð í nær öllum fisktegundum. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar

Aflaverðmæti fyrstu sölu var tæpir 34,2 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er samdráttur um 5,6% miðað við sama tímabil 2019. Verðmæti botnfisktegunda nam um 31,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi og stendur í stað á milli ára þrátt fyrir 9% samdrátt í aflamagni.