Aflaverðmæti íslenskra skipa í febrúar var um 35,8% lægra en í febrúar árið á undan. Mikil minnkun í loðnuveiði hefur þar mest að segja, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar.

Verðmæti loðnunnar voru aðeins 1,8 milljarður króna samanborið við 6,9 milljarðar í febrúar í fyrra.

Skelfisksveiðar gengu einnig verr í ár en í fyrra. Veiðarnar skiluðu 59,7 milljónum í ár en 234 milljónum í fyrra.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá mars 2013 til febrúar 2014 dróst saman um 11,2% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti botnfiskafla dróst saman um 6,1% milli tímabilanna.