Heildaraflaverðmæti íslenskra fiskiskipa dróst saman um 10% á milli ára, á föstu verði, í maímánuði. Í tonnum talið dróst aflinn saman um 41%, úr 73.550 tonnum í maí 2010 í 43.421 tonn í maí 2011. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands en um er að ræða bráðabirgðatölur. Samdrátturinn í tonnum talið skýrist nær eingöngu af því að engum uppsjávarafla var landað nú í maí en í fyrra var uppsjávaraflinn 29 þúsund tonn.

Þorskaflinn jókst um 3.600 tonn á milli ára en ýsuaflinn dróst saman um 2.600 tonn.