Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans dróst saman um 6,1% á milli ára í mars, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Það sem af er ári hefur aflinn dregist saman um 9,6% metinn á föstu verði. Aflinn nam 207.026 tonnum í mars á þessu ári samanborið við 193.340 tonn í mars í fyrra.

Botnfiskafli dróst nam rúmum 45.100 tonnum í mars og er það 988 tonnum minna en í mars í fyrra. Á móti jókst afli uppsjávartengunda á milli ára. Hann nam rúmum 158.300 tonnum í mars sem er um 15.600 tonnum meira en í fyrra.