Afli skipa erlendra ríkja sem veitt hafa við Ísland hefur sveiflast talsvert á undanförnum árum. Minnstur var hann árið 1993, um 9 þúsund tonn og mestur árið 2002, ríflega 148 þúsund tonn. Árið 1997 jókst afli en dróst aftur saman ári seinna. Frá árinu 1999 jókst aflinn á ný og náði nýjum hæðum árið 2002 en þá veiddu erlendu skipin 148 þúsund tonn. Hins vegar dróst aflinn verulega saman árið 2003 og nam tæpum 67 þúsund tonnum, en jókst á ný 2004 og 2005 og komst í 114 þúsund tonn árið 2005.