Heildarafla fiskiskipa, metinn á föstu verði, jókst um 28,7% á milli ára í febrúar. Það sem af er ári hefur hann aukist um 33,6%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Aflinn nam 312.221 tonni í febrúr samanborið við 210.005 tonn í sama mánuði í fyrra.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 270.000 tonnum í síðasta mánuði sem 97.000 tonnum meira en í sama mánuði í fyrra. Hagstofan segir að aukninguna megi rekja til tæplega 270.000 tonna loðnuafla í mánuðinum en hann jókst um tæp 100.000 tonn á milli ára.

Þá nam botnfiskaflinn tæpum 39.600 tonnum í febrúar og var það 5.900 tonnum meira en í febrúar í fyrra. Þar af var þorskaflinn tæp 22.000 tonn sem er 4.000 tonnum meira en í fyrra.

Hagstofan

Japanskir eftirlitsmenn skoða loðnu í vinnslunni á Akranesi til að skera úr um hvort hrognin henti til frystingar fyrir Japansmarkaðinn. Mynd/HB Grandi: ESE.
Japanskir eftirlitsmenn skoða loðnu í vinnslunni á Akranesi til að skera úr um hvort hrognin henti til frystingar fyrir Japansmarkaðinn. Mynd/HB Grandi: ESE.
© Aðsend mynd (AÐSEND)