Verðmæti fiskafla íslenskra skipa dróst saman um 22,9% á föstu verði í janúar síðastliðnum samanborið við janúar árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 57,4% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Eins og kunnugt er hefur gengið verulega illa að finna loðnuna það sem af er ári.

Botnfiskafli dróst lítilega saman í janúar milli ára eða um 3,7% sem skýrir afhverju samdráttur aflans á föstu verði er mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum.