Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans jókst um 27,3% á milli ára í maí, metinn á föstu gengi. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 1,9% miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Aflinn nam alls 89.674 tonnum í maí borið saman við 65.488 tonn í maí í fyrra.

Botnfiskafli jókst um tæp 5.500 tonn frá maí 2012 og nam tæpum 45 þúsund tonnum. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 37.500 tonnum, sem er rúmlega 18.000 tonnum meiri afli en í maí í fyrra.