*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 12. júlí 2018 13:38

Aflýsa flugum vegna verkfalls

Lágjaldaflugfélagið Ryanair hefur neyðst til að fella niður 30 flug úr áætlun félagsins í dag vegna verkfalls flugmanna félagsins.

Ritstjórn
epa

Lágjaldaflugfélagið Ryanair hefur neyðst til að fella niður 30 flug úr áætlun félagsins í dag vegna verkfalls flugmanna félagsins. Þessi aflýstu flug eru öll milli Írlands og Bretlands. Flugmenn félagsins eru ósáttir við vinnuumhverfi sitt og hafa því ákveðið að fara í verkfall. Þetta kemur fram á vef BBC.

Flugmenn eru ekki eina stéttin hjá Ryanair sem hafa gripið til verkfallsaðgerða, en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá er hluti flugliða félagsins einnig á leið í verkfall síðar í þessum mánuði.

Stikkorð: Ryanair verkfall
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is