*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 13. mars 2015 08:20

Aflýsti 167 ferðum í febrúar

Flugfélag Íslands hefur þurft að aflýsa eða fresta á sjötta hundrað ferðum síðan í nóvember.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Flugið hefur sjaldan raskast svona mikið,“ segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Þar er greint frá því að frá því um miðjan nóvember, þegar lægðir byrjuðu að streyma til landsins, hafi 559 ferðir hjá Flugfélagi Íslands verið blásnar af eða þeim frestað.

Í nóvember þurfti Flugfélagið að slá 81 ferð af, 165 í desember, 89 í janúar og 167 í febrúar. Og þótt aðeins séu liðnir tólf dagar af marsmánuði hafi hingað til þurft að aflýsa 57 ferðum í mánuðinum.

Ingi Þór segir að í febrúar hafi þurft að aflýsa um 40% allra ferða til Ísafjarðar. Það sem hafi hins vegar mest áhrif sé rysjótt veðrátta í höfuðborginni þar sem oft hafi verið hvasst eða éljagangur.