Afmælisársfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í dag, en 50 ár eru liðin frá því bankinn hóf starfsemi sína. Á fundinum flytja stutt ávörp þau Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Ennfremur verða á dagskrá stutt atriði sem tengjast sögu bankans og íslensks efnahagslífs síðustu 50 árin, tónlist og fleira.

Dagskrá fundarins hefst klukkan 16:30 í dag í Íslensku óperunni. Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu og verður vefútsending aðgengileg hér .