*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 8. maí 2013 15:10

Afmælishátíð Eflu verkfræðistofu: Myndir

Á dögunum hélt Efla verkfræðistofa upp á 40 ára afmæli sitt með veglegu samkvæmi.

Ritstjórn

Fyrir nokkru fagnaði Efla verkfræðistofa 40 ára afmæli með veglegu boði og var vel mætt, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Saga EFLU hófst árið 1973 með stofnun Verkfræðistofu Suðurlands á Selfossi.

Síðan urðu aðrir fyrirrennarar EFLU til hver af öðrum, Verkfræðistofa Norðurlands árið 1974, Línuhönnun árið 1979, AFL árið 1987 og Raftæknistofan (RTS) árið 1988. Árið 2008 varð Efla sjálf til við samruna félaganna.

Í dag eru dótturfélög EFLA AS í Osló og RTS Engineering í Dubai, auk þess sem EFLA er meðeigandi í nokkrum öðrum félögum erlendis, þ.m.t. Hecla SAS í Frakklandi, Ispol í Póllandi og RTE í Tyrklandi.

Á afmælishátíðinni voru frumkvöðlar stofnfyrirtækjanna heiðraðir fyrir þátt sinn í stofnun fyrirtækisins.