Í tilefni af því að ár er liðið síðan Kauphöllin varð hluti af OMX Nordic Exchange var slegið til veislu á Kjarvalsstöðum síðastliðið föstudagskvöld. Logi Bergmann sá um veislustjórn og stóð sig með prýði auk þesss sem gestum var boðið uppá glæsilega tískusýningu frá versluninni GK. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra var mættur og fagnaði þessum áfanga með Þórði Friðjónssyni forstjóra Kauphallarinnar og frænda sínum.