Í undirbúningi er í innanríkisráðuneytinu að afnema einkarétt Íslandspósts ohf. á dreifingu pósts undir 50 grömmum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, og mun lagafrumvarp þess efnis verða lagt fyrir í haust, gangi áætlanir eftir.

Breytingar þarf að gera á lögum um póstdreifingu vegna nýrrar tilskipunar ESB sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Er þetta þriðja tilskipunin sem kemur frá sambandinu og þessi kveður á um nær fullt frjálsræði í póstdreifingu. Þó er svigrúm töluvert til útfærslu.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins snýst vinnan nú ekki síst um að finna leiðir til að tryggja póstdreifingu á svæðum þar sem slík dreifing er að öðru jöfnu ekki arðbær. Væri hægt að styrkja slíka dreifingu beint í gegnum ríkissjóð, en eins væri hægt að taka gjald af fyrirtækjum í póstdreifingu og nota féð sem þannig fæst til að styrkja þessa dreifingu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .