„Það er stöðugt verið að tala um sjóði til að liðka fyrir afnámi hafta,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra spurður um stöðu samninga við kröfuhafa bankanna í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag. Hann sagði hag beggja, stjórnvalda og kröfuhafa, að losa um höft sem fyrst. Hins vegar verði að afnema höftin og semja við kröfuhafa föllnu bankanna á sama tíma.

Rifjað var m.a. upp að eitt af loforðum Framsóknarflokknum fyrir kosningar í vor var að setja á laggirnar sjóð sem nýttur verði til að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimila landsins. Féð í sjóðnum átti samkvæmt því að koma frá kröfuhöfum bankanna.

Þá sagði Sigmundur útfærslu á skuldaniðurfærslunni í fullum gangi og sé hann bjartsýnni nú en áður en að um mjög umfangsmikið mál sé að ræða. Þó sé hann bjartsýnni nú en áður, ekki síst eftir að hafa fylgst með vinnunni. Hann minnti jafnframt á að sérfræðihópar sem vinni með málið skili af sér í haust.