Eftirspurn eftir víni í Asíu hefur valdið mikilli verðhækkun á frönskum gæðavínum, en í lok febrúar var hætt að leggja 40% toll á innflutt vín í Hong Kong.

Financial Times hefur eftir Simon Staples, sölustjóra Berry Bros & Rudd, sem er söluaðili víns í London, að þeir hafi selt vín fyrir 4,6 milljónir punda á fyrstu 36 tímunum eftir að tollurinn af afnuminn í Hong Kong. Helmingur þeirrar sölu hafi farið til Hong Kong en hinn helmingurinn til breksra fjárfesta, sem talið er að muni geyma vínið í nokkra mánuði áður en þeir reyna að selja það til Asíu.

Í frétt Financial Times kemur fram að hluta verðhækkunar á víni megi skýra sem svo að nýjir fjárfestar, áhættusjóðir og fjárfestingabankar, hafi verið að koma inn á vínmarkaðinn. Í fréttinni segir einnig að einhverjir vínsafnarar í London hafi snúið sér að Bandaríkjunum og keypt vín þaðan, en það er fáanlegra á tímum lánsfjárskrísunnar sem nú gengur yfir.