Með breytingum á gjaldeyrisreglum er endanlega ljóst að afnám hafta verður örugglega ekki á árinu 2013, eins og lagt var upp með í afnámsáætluninni frá síðasta ári.

Þetta segir í fréttabréfi Júpiters rekstrarfélags í vikunni, þar sem fjallað er um gjaldeyrishöftin og áhrif á skuldabréfamarkaði.

Í bréfinu segir að ekki verði annað séð en að Seðlabankinn vilji helst losa allar krónustöður erlendra aðila í gegnum fjárfestingarleiðina.

„Engar ýkjur eru að halda því fram að afnám hafta með þeim hætti gæti tekið áratugi.“

Að mati Júpítersmanna hafa líkur á vaxtahækkun í næstu viku minnkað í kjölfar lagabreytinganna, en fastlega hefur verið búist við stýrivaxtahækkun.