Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins reiknaði kostnað neytenda af tollum sem lagðir eru á innflutning svína- og alifuglakjöts, og upphæðin nemur einhverjum 4 milljörðum króna. Samtök verslunar og þjónustu segja frá þessu .

Hvert heimili myndi spara sér 32.938 krónur að meðaltali á ári ef tollarnir yrðu lagðir niður. Ef þeir yrðu lækkaðir um helming yrði sparnaður á hvert heimili eitthvað um það bil 21.249 krónur.

Talsverð aukning hefur verið í sölusvínakjöts hérlendis, eða um 12% á síðasta ári. Alifuglakjöt er þá vinsælasta kjöttegundin hérlendis, lambakjöt í öðru sæti og svínakjöt í því þriðja.