Landsssamtök lífeyrissjóða segja verðtryggingu á íbúðalánum hafa haft lítil sem engin áhrif á þau heimili sem kljást við skuldavanda og því mun afnám verðtryggingar ekki koma í veg fyrir slík vandamál. Þetta kemur fram á vef Mbl.is.

Síðastliðið vor lögðu þingmenn Framsóknarflokksins fram frumvarp þar sem lagt er til að 4% þak sé sett á hækkun verðtryggðra lána til neytenda á ársgrundvelli. Þessu frumvarpi eru Landssamök Lífeyrissjóða mótfallin.

Samtökin benda jafnfram á að skuldir heimilanna hafa aukist um rúmlega 1.100 milljarða króna á árunum 2004-2008. Sú skuldaukning hafi verið 145% en verðbólga jókst á sama tíma um 35%.