Vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar, lagt fram breytingu á lögum frá 1991 sem setja búsetuskilyrði við fjárfestingu erlendra aðila í atvinnuskyni hér á landi.

Samkvæmt lögunum nú er gerð krafa um að framkvæmdastjórar sem og meirihluti stjórnarmanna í íslenskum atvinnufyrirtækjum skuli vera búsettir hér á landi, með þeirri undantekningu þó að þeir séu ríkisborgarar Færeyja, EES aðildarríkja eða EFTA ríkjanna, og búsettir í einhverjum þeirra.

Með breytingunni verður fyrrnefnt búsetuskilyrði afnumið, en frumvarpið er nú aðgengilegt til umsagna í samráðsgátt stjórnvalda.