Fjármálaeftirlit Kína (The China Securities Regulatory Commission) hefur tilkynnt að það hafi afnumið reglu sem lokar fyrir viðskipti í Kauphöllum ef að hlutabréf falla mikið í verði.

Samkvæmt reglunum þá eru viðskipti stöðvuð í 15 mínútur ef vísitala 300 hlutabréfa sem eru skráð í kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzen fellur um 5% og lokað þar til næsta dag ef vísitalan fellur um 7%. Reglunni var beitt í fyrsta skipti á mánudaginn sl. og henni var aftur beitt í dag. Kauphöllum í Kína var lokað í morgun 30 mínútum eftir að þær opnuðu og af þeim 30 mínútum hafði verið lokað fyrir viðskipti í 15.

Eins og áður sagði hefur fjármálaeftirlit Kína nú afnumið regluna og sagt að yfirvöld í landinu muni líklega endurskoða regluna.