Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga samþykkti í síðustu viku að selja allan hlut félagsins í fjárfestingafélaginu Kaldbaki og flutti um leið fjárfestingu sína yfir í Samherja. Óhætt er að segja að töluverðar breytingar séu að verða á stefnu félagsins með þessu og við ætlum að heyra í Andra Teitssyni framkvæmdastjóra KEA í Viðskiptaþættinum á eftir.

Nú einn af áhugaverðari hagvísum landsins á hverjum tíma er væntingavísitala Gallup sem einmitt var birt í dag. Guðni Rafn Gunnarsson sérfræðingur hjá Gallup verður á línunni hér á eftir.

Að því loknu ætlum við að heyra í Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin standa fyrir ráðstefnu á fimmtudaginn um þau sóknarfæri sem felast í fríverslunarsamningum.

Í lokin kemur síðan til Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, í þáttinn og verður rætt við hann um sambandið milli eftirlaunaaldurs og atvinnuþátttöku.

Viðskiptaþátturinn á Útvarpi Sögu (99,4) er endurfluttur klukkan eitt eftir miðnætti.