Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, til kynnti í dag um áætlanir um að loka Bandarísku fangabúðunum við Guantanamo-flóa og flytja fangana sem nú dvelja þar til Bandaríkjanna.

Ráðuneytið bendi á 13 mögulega áfangastaði fyrir fangana, en taka þó ekki afstöðu til þess hvert þeir ættu að vera fluttir. Ráðuneytið telur að kostnaðurinn við flutninginn og lokun fangelsisins sé á milli 37,5 og 61,5 milljörðum króna. Hagræðing vegna lokunar búðanna myndi þó minnka kostnað um sem nemur á bilinu 8,4 til 11 milljörðum króna.

35 fangar hafa verið fluttir frá Guantanamo á árinu en þar eru ennþá um það bil 60 fangar sem Bandaríkin segja að tengist hryðjuverkasamtökum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur sagt að Bandaríkin treysti sér nú til að geyma þá innan Bandaríkjanna.

Fanga­búðirn­ar í Guant­anamo-flóa á Kúbu voru reist­ar eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar á Banda­rík­in, 11. sept­em­ber 2001 og inn­rás­ina und­ir for­ystu Banda­ríkja­manna í Af­gan­ist­an. Búðirnar hafa sætt gagnrýni vegna þess að margir fanganna hafa setið þar inni án dóms og laga og hafa ekki notið hefðbund­inna mann­rétt­inda. Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, lofaði að loka búðunum þegar hann var kjörinn til embættis haustið 2008.