Aðalmeðferð í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, fer fram í dag. Baldur hefur verið ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi er hann seldi hlutabréf í Landsbankanum 17. og 18. september 2008 fyrir 192 milljónir króna.

Áformað er að Jónína S. Lárusdóttir, fv. ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, gefi skýrslu í dag sem og Jónas Friðrik Jónsson, fv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins,  Bolli Þór Bollason, fv. ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu,  Áslaug Árnadóttir, fv. ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Ingimundur Friðriksson, fv. seðlabankastjóri, Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans,  Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans,  Sigurjón Þ. Árnason, fv. bankastjóri Landsbankans og Halldór J. Kristjánsson, fv. bankastjóri Landsbankans.

Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans, gefur síðan skýrslu á föstudaginn er aðalmeðferð verður framhaldið. Ef fram koma einhverjar nýjar upplýsingar í vitnisburði, eða þeir dragast á langinn, getur röð vitna breyst.