Áformað er að opna matvöruverslunina undir merkjum Iceland við Vesturberg 76 í Breiðholti í apríl. Verslunin Straumnes var áður í sama húsi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Iceland, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, húsnæðið, sem er um 500 fermetrar, verða tekið í gegn á næstunni enda hafi það verið í niðurníðslu um hríð.

Þetta verður önnur verslun Iceland. Sú fyrsta var opnuð við Engihjalla í Kópavogi sumarið 2012. Iceland rak um tíma líka verslun við FIskislóð úti Granda. Henni var hins vegar lokað undir lok sumars í fyrra. Árni Pétur sagði í samtali við VB.is á sínum tíma orðið ansi þröngt úti á Granda enda væru þar marga matvöruverslanir. Hann benti jafnframt á að verslanir Iceland í Bretlandi séu alla jafna frekar litlar, um 450 til 400 fermetrar að flatarmáli. Sú við Fiskislóð hafi verið talsvert stærri eða um 1.500 fermetrar.