Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 5,5% í júnímánuði og helst óbreytt milli mánaða.

Sjötta mánuðinn í röð fækkar einstaklingum þó á launaskrá en samkvæmt upplýsingum frá atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna fækkaði einstaklingum á launaskrá um 62 þúsund manns í júní.

Það sem af er þessu ári hefur einstaklingum á launaskrá fækkað um 438 þúsund manns að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þetta er í takt við spár greiningaraðila á vegum Reuters sem spáðu því að um 60 – 60 þúsund manns myndu missa vinnuna í júní.