Domino's Pizza hefur samið við Vífilfell um áframhaldandi sölu gosdrykkja. Samningurinn gildir til ársins 2020 en samstarf fyrirtækjanna nær aftur til ársins 1993 þegar fyrsti Domino's-staðurinn var opnaður á Grensásvegi í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir samninginn mikilvægan fyrir fyrirtækið þar sem Domino's sé vinsælasti skyndibitastaður landsins og samkeppnin um slíka staði sé hörð. „Það var hins vegar ánægjulegt sem kom fram í samningsgerðinni að þetta er líka mjög mikilvægur samningur fyrir Domino‘s þar sem viðskiptavinahópur þeirrar er stór og tryggur og margir úr þeim hópi geta ekki hugsað sér annað en Coke með pizzunni sinni.“

„Þetta er mikilvægur samningur. Drjúgur hluti viðskiptavina okkar kaupir gos- og vatnsdrykki þegar þeir panta hjá okkur og við erum sannfærð um að pizzurnar bragðist einfaldlega betur með ísköldu Coke. Samstarfið við Vífilfell hefur gengið vel og með þessum samningi munu viðskiptavinir Domino‘s áfram geta pantað Coke, Sprite og aðra drykki frá Vífilfelli,“ segir Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's Pizza.