Á fyrsta ársfjórðungi fluttu um 380 fleiri frá landinu en til þess. Það er í framhaldi af þeirri þróun sem varð á síðasta ári, þegar áttu sér stað mestu fólksflutningar frá landinu síðan í lok 19. aldar. Nærri 5000 manns fluttu frá landinu umfram þá sem fluttust til landsins. Þeir miklu brottflutningar sem urðu á árinu 2009 vekur upp spurningar um þróun búferlaflutninga. Fólksfjöldi og breyting á honum hefur mikil áhrif á innviði samfélagsins, til dæmis skattstofna, húsnæðiseftirspurn og atvinnuþátttöku.

-Nánar í Viðskiptablaðinu