*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 21. október 2015 07:47

Áfram hækkar íbúðaverð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Rúmlega 9% hækkun á síðastliðnu ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2% í september frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Síðustu þrjá mánuði þar á undan hækkaði vísitalan um 2,3%,  síðastliðna 6 mánuði þar á undan hækkaði hún um 3,2% og síðastliðna 12 mánuði þar á undan hækkaði hún um 9,3%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs en birting vísitölurnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs.