*

fimmtudagur, 9. apríl 2020
Innlent 12. september 2018 10:54

Áfram hækkar Icelandair

Gengi bréfa Haga hefur hækkað töluvert eftir að tilkynnt var um að kaup félagsins á Olís höfðu verið samþykkt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur hækkað um 5,7% það sem af er degi í tæplega 300 milljóna viðskiptum. Þegar þetta er skrifað stendur gengi bréfanna í 8,69 krónum á hlut og hefur hækkað um tæp 25% frá því að það náði lágmarki sínu í 6 ár í lok ágúst. Í samtali við aðila á markaði skýrist hækkunin að hluta til af fréttum af vandræðum WOW air í kring um skuldabréfaútboð þess. Þá hefur gengi krónunnar veikst um rúmlega 5% gagnvart dollar það sem af er þessum mánuði.

Gengi bréfa Haga hefur einnig hækkað um 3,9% það sem af er degi í 223 milljóna króna viðskiptum. Greint var frá því í gærkvöld að Samkeppniseftirlitið hafði samþykkt kaup félagsins á Olís með skilyrðum um sölu verslana og bensínstöðva auk þess að FISK Seafood var gert skylt að selja hlut í Högum sem það eignast í viðskiptunum. 

Stikkorð: Hagar Icelandair