*

föstudagur, 25. september 2020
Innlent 9. desember 2019 17:10

Áfram hækkar Icelandair

Bréf Icelandair Group hækkuðu um 2,84% í alls 50 viðskiptum í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, OMXI10 hækkaði um 0,46% í 1,8 milljarða viðskiptum dagsins og stendur nú í 2154,73 stigum. 

Mest hækkun var á bréfum Icelandair Group sem hækkuðu um 2,84% í 305 milljón króna viðskiptum auk þess sem bréf Brim hækkuðu um 0,9% í 14 milljón viðskiptum. 

Mest lækkun lækkun var á bréfum Origo eða 1,82% í 37 milljóna viðskiptum og þá lækkuðu bréf Kviku um 1,5% í 94 milljóna viðskiptum. 

Mest velta var með bréf Marel sem hækkuðu um 0,5% í 329 milljóna viðskiptum en flest viðskipti voru hins vegar með bréf Icelandair eða 50 talsins en þar á eftir komu bréf Marel með 15 viðskipti.