Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,39% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1689,01 stigi eftir tæplega 1,2 milljarða viðskipti.

Gengi bréfa Skeljungs hækkaði um 6,25% í 169 milljóna viðskiptum. Bréf félagsins hafa hækkað um 20% frá því það birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung á mánudag. Þá hækkaði gengi bréfa Regins um 1,04 í 24 milljóna viðskiptum

Gengi bréfa Eimskips lækkaði um 1,85% í 75 milljóna króna viðskiptum og HB Granda um 0,76% í 131 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Haga sem lækkuðu um 0,41% í 479 milljóna króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,04% í 5,2 milljarða viðskiptum. Þar lækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,1% á meðan sá óverðtryggði hækkaði um 0,34%.