Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag, annan daginn í röð en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja hækkanir dagsins til björgunaraðgerða í Evrópu og Bandaríkjunum.

MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði um 9,5% og hefur ekki hækkað jafn mikið á einum degi í 10 ár að sögn Bloomberg.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 14,2% og en síðasta vika var sú versta í sögu vísitölunnar.

Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 3,2% og í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 2,5%.

Í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 4,2% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 3,7%.