Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum í dag, annan daginn í röð.

Nasdaq hækkaði um 1,92%, Dow Jones hækkaði um 0,88% og S&P 500 um 1,01%. Markaðir hækkuðu strax í upphafi dags.

Það var nokkuð um jákvæðar fréttir af mörkuðum í dag. Xerox kynnti hæstu afkomu sína í tvö ár en fyrirtækið hefur aukið tekjur sínar nokkuð með meira vöruúrvali að eigin sögn. Xerox hækkaði um 6,6% eftir þessar fréttir.

Einnig hafði hækkun á hagvexti í Kína nokkur áhrif á bandarísk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum þar, til að mynda koparframleiðandinn Freeport-McMoRan og olíufyrirtækið Exxon mobil.

Microsoft hækkaði í dag um 4,5% þegar greindt var frá því að sala á Xbox 360 leikjatölvum fyrirtækisins væri langt fram yfir væntingar. Nettó sala fyrirtækisins jókst um 79% á síðasta ársfjórðungi.

Í dag kynntu leiðtogar beggja þingdeilda Bandaríkjaþings ásamt fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson í grófum dráttum framlag hins opinbera til þess að styrkja efnahagslífið.

Olíuverð hækkaði örlítið í dag eða um 87 cent. Í lok dags kostaði olíutunnan 87,86 bandaríkjadali.