Verð hlutabréfa í Bandaríkjunum hélt áfram að hækka í gær og standa allar helstu vísitölur þar í landi nú hærra en í upphafi árs. S&P 500 vísitalan hækkaði í gær um 0,9% og hefur ekki staðið hærra síðan í ágúst 2001. Dow Jones hækkaði um 0,8% og Nasdaq hækkaði um 1,3%. Tveir þættir eru öðrum fremur taldir hafa haft áhrif á þróun hlutabréfa í gær; lækkandi olíuverð síðustu daga og væntingar um hóflega hækkun vaxta á næstu mánuðum.

Birting uppgjöra fyrir þriðja ársfjórðung er nú að mestu lokið en rúmlega 90% af fyrirtækjum í S&P 500 vísitölunni hafa birt uppgjör sín. Vöxtur hagnaðar á fjórðunginum er áætlaður 16,9% samanborið við sama tímabil í fyrra. Þessi vöxtur er meiri en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um í upphafi fjórðungsins