Hlutabréfaverð hélt áfram að lækka í Bandaríkjunum í dag. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,15% og S&P 500 vísitalan lækkaði um 3,75%. Samkvæmt frétt CNBC hafði ótti meðal markaðsaðila um hækkandi stýrivexti yfirhöndina yfir góð uppgjör og birtingu hagstæðra vinnumarkaðstalna í dag.

Um er að ræða þriðju lækkun Dow Jones vísitölunnar yfir 500 punkta í vikunni, en lækkunin í dag nam tæplega 1.033 punktum. Undanfarna fimm daga hefur vísitalan lækkað um 8,9% og frá áramótum hefur hún lækkað um 3,5%. Þá hefur S&P 500 vísitalan lækkað um 8,5% undanfarna fimm daga og frá áramótum hefur vísitalan lækkað um 3,5%.