Asísk hlutabréf héldu áfram að lækka í nótt, sjötta daginn í röð, sem er lengsta samfellda lækkunarhrina á asískum mörkuðum síðan í ágúst. Í frétt Bloomberg er sérstöku þingnefndinni í Bandaríkjunum kennt um, en hún náði ekki samkomulagi um minnkun fjárlagagatsins þar í landi.

Hefur Bloomberg eftir Prasad Patkar, sem starfar við eignastýringu í Sydney í Ástralíu, að fjárfestar séu komnir með nóg af stjórnmálamönnum, sem hafi verið að bregðast við atburðum í stað þess að taka frumkvæðið og reyna að hafa áhrif á þá.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,4% og Hang Seng vísitalan um 0,39%.